Hið árlega hjólaskíðamót Ullar fer fram sunnudaginn 22. september næstkomandi klukkan 10.00. Mótið verður haldið í Fossvogsdalnum með start og mark rétt vestan við Víkingsheimilið. Í boði verða fleiri en ein vegalengd og hentar brautin öllum, hvort sem er byrjendum eða lengra komnum. Iðkendum á hjólaskíðum fjölgar ár frá ári og við vonum að sem flestir taki þátt í þessu skemmtilega móti. Eins og undanfarin ár verða glæsileg útdráttarverðlaun í boði.
Keppt verður í eftirfarandi flokkum og vegalengdum:
9 ára og yngri (fædd 2015 og yngri) 2 km, (1x minni hringur)
10 – 12 ára (fædd 2012-2014) 4 km, (2x minni hringur)
12 ára og yngri mega vera á hvort sem er línuskautum eða hjólaskíðum og er frjáls
aðferð leyfileg
13 – 15 ára stúlkur og piltar (fædd 2009-2011) 7 km (1x stærri hringur + 1x minni
hringur). Hefðbundin aðferð.
16 ára og eldri konur og karlar (fædd 2008 og eldri). Val um 5km (1x stærri hringur)
eða 10 km (2x stærri hringur). Hefðbundin aðferð.
Athugið að 13 ára og eldri mega einungis keppa á hjólaskíðum með stoppara (ekki á skautahjólaskíðum).
Hjálmaskylda er í keppninni.
Myndir af brautum má sjá hér að neðan. Brautarverðir verða á helstu stöðum en biðjum þátttakendur þó að vera búin að skoða kort og kynna sér brautina fyrir keppni.
Þegar að farið er tilbaka í stærri hringnum (til austurs) er beygt upp til hægri rétt við Fossvogsskóla.
Þátttökugjald:
15 ára og yngri fá frítt
16 ára og eldri borga 1.000kr
Skráning 16 ára og eldri fer fram hér. Skráningar 15 ára og yngri skulu berast á ullarpostur at gmail.com. Senda skal nafn, fæðingarár, félag. Þau sem hyggjast keppa á línuskautum (12 og yngri) taki það fram í póstinum.
Skráningarfrestur er laugardagurinn 21. september kl 20:00
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest!