Í kvöld fór fram Bláfjallaskautið í Bláfjöllum en keppt var í tveimur vegalengdum 10km og 20km. Alls tóku 14 þátt en keppnin var spennandi í fremstu röð með Hjalta, Sveinbirni Orra og Ólafi Th í broddi fylkingar.
Keppnin tókst vel í alla staði en veður var ágætt en þó jók aðeins á vind er leið á kvöldið. Brautin var hröð og skemmtileg með gömlum snjó.
Úrslit má sjá fyrir neðan.