Æfingahópur Ullar veturinn 2024-2025
hefst 22.ágúst.
Markmið hópsins er að leyfa öllum aldurshópum að taka þátt í skíðaiðkun hjá Ulli, kynna hvað skíðaiðkun er góð hreyfing. Hópurinn er ætlaður 18 ára og eldri.
Þjálfarar:
Gígja Björnsdóttir
Yngvi Guðmundsson
Sigurlaug Hjaltadóttir
Æfingar:
Fimmtudag, kl 18:00 og sunnudaga kl. 10
Gígja ásamt aðstoðarþjálfara verða á fimmtudögum.
Aðstoðarþjálfarar stýr æfingu á sunnudögum skv. leiðbeiningum frá Gígju.
Eftir áramót verða æfingar á þriðjudögum kl. 18 og sunnudögum en reikna má með að margar æfingar muni færast á milli daga (á miðvikudaga eða fimmtudaga og/eða laugardaga).
Útfærsla:
Fullorðinsstarf fyrir alla yfir 18 ára, hentar byrjendum og lengra komnum. Gígja verður yfirþjálfari hópsins og mun sjá um utanumhald og skipulag æfinga. Gígja stýrir æfingum á fimmtudögum þar sem fókusinn verður á tækni og þol en aðstoðarþjálfarar verða með Gígju á æfingu þannig að hægt er að skipta hópnum í tvennt ef getustigið er mismunandi. Aðstoðarþjálfarar munu stýra sunnudagsæfingunum skv. leiðbeiningum frá Gígju en þá verður markmiðið frekar þol og að skíða saman. Aðstoðarþjálfarar munu þá líka geta aðstoðað þá sem eru styttra komnir eftir þörfum. Staðsetning æfinga verður í Bláfjöllum ef það er hægt. Ef ekki er opið í Bláfjöllum verður æfingin færð þangað sem aðstæður eru bestar t.d. Heiðmörk, Hólmsheiði eða Elliðaárdal. Upplýsingarnar um æfingarnar hverju sinni verða í facebookhópi æfingahópsins og er þátttakendum bent á að fylgjast vel með því við vitum oft ekki fyrr en með litlum fyrirvara hvort það verður opið í Bláfjöllum.
Á haustönn eru æfingar á hjólaskíðum, yfirleitt í Elliðaárdalnum fyrir framan Hitt húsið. Þegar farin er að koma hálka verða hlaupaæfingar.
Athugið að þetta er æfingahópur, ekki námskeið.
Ef þið eruð með spurningar eða annað hafið samband við:
krakkaullur@gmail.com
Skráning er á Abler: https://www.abler.io/shop/ullur
Verð:
Árgjald er 50.000 fyrir árið, frá ágúst og fram í júní. (10 mánuðir)
Haustönn er 25.000 frá ágúst og út október. (2 mánuðir)
Vorönn er 30.000 frá áramótum og út mars (mögulega lengur ef aðstæður leyfa) (3 mánuðir).
Athugið að kort inn á skíðagöngusvæðið í Bláfjöllum og árgjald í Ull er ekki innifalið í gjaldinu.