Barna- og unglingastarf

Æfingar fyrir börn og unglinga 2024-2025

Markmið okkar er að koma sem flestum börnum og unglingum á gönguskíði og styðja þau í að ná markmiðum sínum.

Þjálfarar:
Kristrún Guðnadóttir – yfirþjálfari (12 ára og eldri og afrekshópur)
Steven Gromatka (12 ára og eldri og afrekshópur)

Sveinbjörn Orri Heimisson (12 ára og eldri)

Stefán Snær Ragnarsson (9-11 ára)

Þuríður Yngvadóttir (6-8 ára)

Æfingar:
Afrekshópur mæta á 12+ æfingar ásamt aukaæfingum og sérsniðnu æfingaplani
12+ mánudag (inniæfing), þriðjudag, fimmtudag og sunnudag
9-11 ára fimmtudag og sunnudag (ágúst – apríl)
6-8 ára sunnudaga (ágúst – apríl)

Staðsetning á æfingum fer
eftir aðstæðum og tegund æfingar en að vetri til eru æfingarnar í Bláfjöllum eða annars staðar þar sem snjórinn er, t.d. Heiðmörk. Þegar ekki er snjór eru
æfingar oftast við hitt húsið í Elliðaárdal, Dalskóla eða Heiðmörk.
  

Útfærsla:

Skíðagönguskólinn er fyrir krakka sem eru fædd 2016-2018. Þar eru
æfingar einu sinni í viku. Staðsetning æfinga fer eftir aðstæðum. Æfingar eru ýmist í Bláfjöllum eða öðrum svæðum á eða í námunda við höfuðborgarsvæðið þegar aðstæður eru til. T.d. Hólmsheiði, Heiðmörk, Elliðaárdal, Víðistaðatúni eða Blikastöðum.  Allar æfingar eru utandyra og má því búast við að einhverjum
æfingum verði aflýst eða færðar yfir á aðra daga ef veður er mjög slæmt. Æfingar eru að langmestu leyti leikir á skíðunum. 

9-11 ára
er fyrir krakka fædda 2013-2015. Æfingar eru tvisvar í viku. Æfingar eru mikið byggðar upp á leikjum þar sem farið er í grunn, leiki og jafnvægi. 
Æfingar eru ýmist í Bláfjöllum eða öðrum svæðum á eða í námunda við höfuðborgarsvæðið þegar aðstæður eru til. T.d. Hólmsheiði, Heiðmörk, Elliðaárdal, Víðistaðatúni eða Blikastöðum.  Allar æfingar eru utandyra og má því búast við að einhverjum
æfingum verði aflýst eða færðar yfir á aðra daga ef veður er mjög slæmt. 
Hægt er að skrá sig heilan vetur eða einungis vorönn, og velja að vera á einni eða tveimur æfingum á viku. 

12 ára og eldri
er fyrir unglinga fædda 2012 og fyrr. Æfingar eru fjórum sinnum í viku. Mánudagsæfingar eru inniæfingar í Ártúnsskóla en hina dagana eru útiæfingar. Einnig er hægt að vera 2 æfingar á viku.
Á haustin eru hjólaskíðaæfingar eða hlaupaæfingar en þegar snjórinn kemur er yfirleitt farið í Bláfjöll ef það er opið þar, annars er farið þangað sem hægt er að skíða (Heiðmörk, Hólmsheiði).

Athugið að ef barn vill fylgja hóp sem er kominn lengra þá er það besta mál svo
framarlega sem foreldri fylgi barninu þannig að ekki sé hætta á það verði eitt
viðskila við hópinn.

Við spurningar og annað er hægt að senda tölvupóst á:

krakkaullur@gmail.com

Skráning er í gegnum Sportabler: https://www.abler.io/shop/ullur/

Nokkrir punktar varðandi æfingar:

  • Mæta þarf tímanlega á æfingar, æfingin byrjar á settum tíma.
  • Mæta með vatnsbrúsa í belti á æfinguna.
  • Börnin þurfa að vera klædd eftir veðri:
    • Góð innanundirföt, skíðabuxur eða utanyfirbuxur og jakki sem heftir ekki hreyfingar. Buff fyrir háls og andlit, góðir vettlingar og húfa. Hafið samt í huga að manni hitnar fljótt við skíðagöngu þannig að gott er að klæða sig samt ekki of mikið. Athugið samt að oft er töluvert kaldara uppi í Bláfjöllum en í bænum þannig að takið mið af veðrinu uppi í Bláfjöllum.
  • Vera með úlpu eða önnur aukaföt til að fara í þegar æfingin er búin.
  • Vera með eitthvað smá nesti til að borða eftir æfingu

Barnastarfið eins og annað starf í Ulli er borið uppi af sjálfboðaliðastarfi. Fyrir utan þjálfara sem sjá um þjálfun á æfingum þá sjá foreldrar um allt barnastarfið og er því mikilvægt að allir taki þátt svo hægt sé að skipta með okkur verkum. Þegar farið er í keppnisferðir sjá foreldrar um að allt sem við kemur sínu barni. Að komast á staðinn, gistingu og að undirbúa skíðin. Það er um að gera fyrir foreldra sem eru nýir í skíðagöngu að leita til reyndari aðila í hópnum til að fá kennslu og ráð í umhirðu skíðanna og öðru.

Æfingagjöld fyrir árið eru:

  • 6-8 ára: Allt árið 25.000kr.  Vorönn á 15.000 kr
  • 9-11 ára: Allt árið 40.000kr. /30.000kr ein æfing á viku. Vorönn 30.000kr /15.000kr ein æfing á viku
  • 12 ára og eldri: 75.000kr