Skíðamóti Íslands lokið

Skíðamót Íslands 2011Göngugreinum í Skíðamóti Íslands er nú lokið. Síðasta grein göngukeppninnar, boðganga, fór fram í dag í aldeilis frábæru veðri og skíðafæri. Sex karlasveitir luku keppni í boðgöngunni en ekki reyndist unnt að ná saman kvennasveitum þannig að sú keppni teldist gild. Í stað þess var fitjað upp á keppni í tvíkeppni kvenna. Tvær sveitir tóku þátt í henni en hún fór þannig fram að tvær konur skipuðu hverja sveit og gengu tvo spretti hvor. Fyrsti og þriðji sprettur voru gengnir með hefðbundinni aðferð en annar og fjórði með frjálsri aðferð.
Úrslit í boðgöngunni og tvíkeppninni má finna hér: Boðganga

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur