Þjálfaranámskeið SKÍ og opin landsliðsþjálfun

24.10.2010 | 23:18

Komin er dagskrá fyrir þjálfaranámskeið SKÍ og opna landsliðsæfingu í Reykjavík sem byrjar 29.10. Fyrsti bóklegi þáttur mun hefjast föstudagskvöld um 19.00. Bóklegi þátturinn verður á ÍSÍ og verklegi þátturinn sennilega þar nálægt. Þátttakendur hafi með sér æfingaföt og hjólaskíði þau sem möguleika hafa á því.

Kostnaður við námskeið er 15.000 kr fyrir þá sem búa á höfuðborgarsvæðinu og 10.000 kr fyrir þá sem koma langt að.

Nákvæm tímasetning mun berast á morgun, mánudag. Æfingin er opin og kostar ekkert og stendur fram á þriðjudag. Þeir sem vilja fá dagskrána hafi samband við undirritaðan.

Þóroddur F.

(Fært af gamla vefnum/gh.)

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur

Gróðursetning í Bláfjöllum