World Snow Day – Instagram ljósmyndaleikur

Smellið á myndina til að stækka hana!
Smellið á myndina til að stækka hana!

Á sunnudaginn fer fram World Snow Day eða Snjór um víða veröld. Dagurinn verður haldinn hátíðlegur á níu skíðasvæðum víðsvegar um landið, þar á meðal í Bláfjöllum. Búast má við fjölbreyttri dagskrá sem kynnt er í auglýsingum á Bylgjunni og á morgun (föstudag) verða auglýsingar á  www.visir.is og í Fréttablaðinu.
Þá vill Skíðasambandið minna á leik sem það verður með í kringum daginn, en það er svokallaður instagram-ljósmyndaleikur í samstarfi við 66°Norður. Upplýsingar um leikinn má finna á Facebook-síðu SKÍ og þeim má deila að vild.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur