Vinnuferð og haustfagnaður

Næstkomandi laugardag, 29. september, ætlum við Ullungar að hafa vinnuferð í  Heiðmörk til að undirbúa skíðagöngubrautina fyrir nýjan snjósleða og troðara sem Reykjavíkurborg hefur fjárfest í.

Aðalvinnan felst í að hreinsa grjót og greinar úr brautinni. Við ætlum að hittast kl 14:00 hjá bílastæðinu við upphaf brautinnar og áætlum að ljúka vinnu 18:00.

Tilkoma þessa nýja sleða og troðara mun gerbreyta aðstöðu okkar í Heiðmörk og því mikilvægt að við leggjum okkar af mörkum við að styðja þetta verkefni. Við fáum einhver verkfæri lánuð frá Skógræktinni en ágætt ef þátttakendur gætu tekið með skóflur, malarhrífur og járnkalla.

Eftir vinnudaginn ætlum við að blása til haustfagnaðar til að fagna síðasta starfsári og hita upp fyrir komandi tímabil. Endanleg staðfesting liggur ekki fyrir, en líklega fáum við lánaðan sal í gamla Elliðavatnsbænum strax eftir vinnutörnina (18:00) þar sem félagið mun leggja til grillmat og léttar veitingar.

Vinsamlega tilkynnið mætingu á tölvupóstfangið ullarpostur@gmail.com

Með von um sjá sem flesta í vinnu og fagnaði,

Stjórnin

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur