Auglýsum eftir sjálfboðaliðum til að taka þátt í vinnudegi í Bláfjöllum sunnudaginn 6. maí kl. 10:00.
Ætlum að sjálfsögðu ekki að vera allan daginn, enda eftir því sem fleiri taka þátt, því fljótari erum við. Sendið okkur línu á netfangið ullarpostur@gmail.com eða skilaboð á Facebook ef þið sjáið ykkur fært að mæta.
Verkefni dagsins eru:
* Bræðum geymsluvax undir leiguskíði.
* Förum yfir ástand á leiguskíðum, skóm og stöfum. Talning og staðan tekin fyrir næsta vetur.
* Tiltekt í skálanum.
* Tiltekt í smurgámi.
* Ýmislegt fleira sem til fellur.
Ekki spurning að taka þátt í smá „dugnaði“ með okkur, eins og Norðmenn kalla það, enda vinna margar hendur létt verk.
Sjáumst hress og kát.
Stjórnin