Vetrarólympíuleikarnir – dagskrá íslensku keppendanna

Ólympíuleikarnir eru komnir vel í gang og það styttist í að íslensku keppendurnir hefji leik. Fyrstur á vettvang verður göngumaðurinn Sævar Birgisson sem keppir í sprettgöngu að morgni 11. febrúar og í 15 km göngu að morgni 14. febrúar. Af eðlilegum ástæðum hlýtur áhugi Ullunga að beinast einna helst að Sævari og hér í hægri dálkinum er krækja í glæsilega heimasíðu Sævars þar sem kynnast má honum og undirbúningi hans fyrir Ólympíuleikana (Sævar Birgisson – leiðin til Sochi). En að sjálfsögðu óska Ullungar öllum íslensku keppendunum góðs gengis.
Hér fyrir neðan má sjá hvenær íslensku keppendurnir verða í eldlínunni. Væntanlega munu íslensku sjónvarpsstöðvarnar sýna frá keppni þeirra.

11.febrúar – Sprettganga karla – Sævar Birgisson. Hefst kl. 10:25 og Sævar ræsir kl. 10:43.
14.febrúar – 15 km ganga karla – Sævar Birgisson. Hefst kl. 10:00.
15.febrúar – Risasvig kvenna – Helga María Vilhjálsmdóttir. Hefst kl. 07:00.
18.febrúar – Stórsvig kvenna – Helga María Vilhjálmsdóttir og Erla Ásgeirsdóttir. Fyrri ferð hefst kl. 07:00.
19.febrúar – Stórsvig Karla – Brynjar Jökull Guðmundsson og Einar Kristinn Kristgeirsson. Fyrri ferð kl. 07:00.
21.febrúar – Svig kvenna – Helga María Vilhjálmsdóttir og Erla Ásgeirsdóttir. Fyrri ferð hefst kl. 12:45.
22.febrúar – Svig karla – Brynjar Jökull Guðmundsson og Einar Kristinn Kristgeirsson. Fyrri ferð hefst kl. 12:45.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur

Gróðursetning í Bláfjöllum