Vel heppnað námskeið í gærkvöldi

Helsta áhyggjuefni þeirra sem að námskeiðinu stóðu var að ekki tækist að ljúka kennslunni áður en skíðaspor og jafnvel færð á veginum í Bláfjöll færu bókstaflega út í veður og vind. En það slapp, þó að sums staðar væri farið að skafa í sporin tókst að halda áætlun og allir komust heim áður en fór að hvessa að ráði. Þarna voru 25 nemendur sem nutu leiðsagnar fjögurra kennara og ekki varð annað séð eða heyrt en að flestir ef ekki allir væru hinir ánægðustu.

Hugað verður að næsta námskeiði sem fyrst eftir að ástandið í Bláfjöllum er aftur komið í gott horf eftir hláku helgarinnar. Það verður auglýst hér á vefnum og á Facebook-síðunni. Þá er um að gera að hafa hraðar hendur til að tryggja sér pláss því varla er hægt að sinna stærri hóp í einu en var á þessu námskeiði. Fylgist því með!

Ef þeir, sem voru á þessu námskeiði, vilja koma á framfæri ábendingum um eitthvað sem við þyrftum að lagfæra fyrir næsta námskeiðer tilvalið að gera það með athugasemdum við þessa færslu.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur