Hjólaskíðamót Ullar þetta árið fór fram á Seltjarnarnesi í dag og heppnaðist mjög vel. Veðrið var eins gott og hugsast getur, hægviðri, þurrt og hlýtt og margir keppendur lýstu ánægju með brautina sem valin var að þessu sinni. Keppendur hefðu þó mátt vera fleiri en þar kann að hafa haft áhrif að mótinu var flýtt um einn dag frá því sem upphaflega var áætlað vegna afleitrar veðurspár fyrir sunnudaginn. Þeir, sem nutu veðurblíðunna á Seltjarnarnesi í dag voru þó á einu máli um að það hafi verið skynsamleg ráðstöfun.
Keppendur voru sjö karlar, allir Ullungar nema Sævar Birgisson sem keppti fyrir Skíðafélag Ólafsfjarðar. Úrslit urðu sem hér segir (ath. að millitímar, sem voru teknir þar sem snúið var við, eru aðeins í heilum og hálfum mínútum):
Karlar 17-39 ára:
Röð |
Rásnr. |
Nafn |
Millitími |
Lokatími |
1 |
32 |
Sævar Birgisson |
13:00 |
25:49 |
2 |
31 |
Björn Már Ólafsson |
15:00 |
31:52 |
3 |
33 |
Haraldur Hilmarsson |
17:30 |
33:32 |
Karlar 40 ára og eldri:
Röð |
Rásnr. |
Nafn |
Millitími |
Lokatími |
1 |
22 |
Birgir Gunnarsson |
14:30 |
30:21 |
2 |
23 |
Óskar Jakobsson |
17:00 |
34:59 |
3 |
24 |
Þórhallur Ásmundsson |
18:00 |
37:11 |
4 |
21 |
Niels Chr. Nielsen |
20:00 |
40:57 |
Það var ánægjulegt að sjá hve fjölmiðlar sýndu mótinu mikinn áhuga og er þeim hér með þakkað fyrir komuna. Vonandi verður það til að fjölga þeim sem stunda skíðagöngu, hvort sem er á hjólum eða snjó.
Nokkrar myndir frá mótinu hafa verið settar á Facebook-síðu félagsins (sjá krækju í dálkinum til hægri, Ullur á Facebook (ný síða)). Fleiri myndir munu birtast á myndavefnum (efst í hægri dálki!) áður en langt líður. Þeir, sem eiga og vilja birta myndir frá mótinu eru beðnir að hafa samband við vefstjóra!