Vel heppnað hjólaskíðamót

Keppendur geysast af stað þegar Þóroddur formaður veifar fána „Fyrirmyndarfélags ÍSÍ“.
Hið árlega hjólaskíðamót Ullar fór fram á Seltjarnarnesi sunnudaginn 26. ágúst. Aðstæður voru að flestu leyti eins og best verður á kosið en vindurinn var þó í stífasta lagi þegar hann var í fangið. Keppendur voru níu og hefðu alveg mátt vera fleiri. Ekki var annað að heyra en að þeir, sem komu, hafi verið ánægðir með gönguna.
Sævar Birgisson var fljótastur allra og gekk hann þessa 10 km á 25:31 mínútum (meðalhraði 23,5 km/klst.!). Heildarúrslit má sjá hér: Hjólaskíðamót 2012, úrslit
Fleiri myndir eru væntanlegar á myndavefinn áður en langt líður.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur