Enn er nægur snjór í Bláfjöllum og bæði Orkugangan og Fossavatnsgangan fram undan. Þeir, sem hafa hug á að koma sér upp nýjum og betri skíðum, ættu því að hugleiða eftirfarandi kostaboð:
Landsliðsmaðurinn og Íslandsmeistarinn Sævar Birgisson þarf að selja eitt keppnispar af sínum skíðum. Þetta eru alveg ný og ónotuð Madshus-skíði sem eru of stíf fyrir hann en myndu henta þeim sem eru ca. 75-90 kg. Þau eru með Rottefella keppnisbindingum en hægt að skipta yfir í Salomon ef það hentar viðkomandi. Hann setur kr. 60 þúsund á skíðin með bindingum sem er ca. hálfvirði.
Þeir sem vilja grípa tækifærið ættu að hafa samband við Birgi Gunnarsson, tölvupóstur birgir@reykjalundur.is.