Úrslit í hjólaskíðamóti

Hjólaskíðamótið fór hið besta fram í Fossvogi þótt þátttakendur yrðu færri en vonast var eftir. Miðað við skráningar fyrir mótið var búist við á fjórða tug keppenda en veðrið setti  strik í reikninginn. Ísfirðingar, Ólafsfirðingar og Akureyringar, sem verið höfðu í höfuðstaðnum á sameiginlegri æfing, ætluðu að taka þátt í mótinu en vegna afspyrnuslæmrar veðurspár sáu þeir sér ekki annað fært en að drífa sig heim eldsnemma um morguninn. Þótt okkur þyki súrt í brotið að missa af þeim viðurkennum við að þetta var skynsamleg ákvörðun, vonum að allir hafi fengið góða heimferð og vonumst til að sjá sem flesta í Bláfjallagöngunni í vetur!

En Fossvogurinn er með afbrigðum veðursæll í norðanátt og þar væsti ekki um keppendur. Ellefu lögðu af stað í gönguna og tíu luku henni. Heildarúrslit má sjá hér og hér fyrir neðan eru nokkrar myndir (smellið á þær!), þar á meðal af sigurvegurum í hverjum flokki. Miklu fleiri myndir eru svo væntanlegar á myndavefinn áður en langt líður.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur

Gróðursetning í Bláfjöllum