Úrslit í Bláfjallagöngunni

Úrslit í Bláfjallagöngunni  19. febrúar 2011 liggja nú fyrir.  41 keppandi lauk göngunni og er þeim þakkað fyrir þátttökuna, sérstaklega þeim sem lögðu á sig langt ferðalag þrátt fyrir ótryggt veðurútlit. Úrslitin má lesa hér.

Það er hugsanlegt að einhverjar villur leynist í listanum, t.d. að nöfn séu ekki rétt skrifuð. Ef þið verðið vör við eitthvað slíkt eruð þið vinsamlegast beðin að koma leiðréttingu á framfæri, annað hvort með tölvupósti til vefstjóra eða með athugasemd við þessa færslu.

Þeir sem tóku myndir tengdar göngunni og vilja leyfa Ulli að birta þær í myndasafninu hér á vefnum eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við vefstjóra (krækja í dálkinum hér til hægri, neðan við „Myndasafn“).

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur