Bláfjallagangan 2012 fór fram í ágætu veðri og skíðafæri annan páskadag, 9. apríl. 44 keppendur hófu gönguna og 41 lauk henni. Úrslit má sjá hér: Úrslit í Bláfjallagöngunni 2012

Sú nýbreytni var tekin upp að veita farandbikara þeim karli og þeirri konu sem gengu 20 km á skemmstum tíma. Það voru þau Sævar Birgisson, Skíðafélagi Ólafsfjarðar, og Sigríður Drífa Þórólfsdóttir, Skíðafélagi Strandamanna, sem urðu fyrst til að hampa nýju bikurunum og er þeim hér með óskað til hamingju.