Ullur og Bílaleiga Akureyrar gera samning

Þóroddur og Steingrímur Birgisson undirrita samninginn

Undirritaður var í dag samningur á milli Skíðagöngufélagsins Ulls og Bílaleigu Akureyrar um leigu á bílum til ferða á skíðagöngumót í vetur. Með samningnum gerist Bílaleiga Akureyrar einn af styrktaraðilum félags okkar og er það fagnaðarefni. Með þessum samningi væntum við þess að hægt verði að lækka ferðakostnað okkar Ullunga og einkum stuðla að því að unga fólkið fái sem flest tækifæri til að taka þátt í skíðagöngumótum í vetur. Félagsmenn eru hvattir til að beina viðskiptum sínum til Bílaleigu Akureyrar.
Þóroddur F.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur

Gróðursetning í Bláfjöllum