Ullur auglýsir eftir áhugasömum auglýsendum

Kæru Ullungar allir.
Nú er félagið að huga að æfinga- og keppnisfatnaði fyrir alla félagsmenn, bæði fullorðna og börn. Til að mæta kostnaði munu krakkarnir í barna- og unglingastarfinu selja auglýsingar á utanyfirgallana sína.
Hver auglýsing kostar 40 þúsund (ca. 5 x 10 cm) og rennur beint í sameiginlegan sjóð barnanna fyrir kostnaði á göllunum. Það er von okkar að á meðal Ullunga leynist atvinnurekendur, stjórnendur fyrirtækja eða einstaklingar sem hafa áhuga á að styrkja krakkana okkar og það sem mikilvæga starf sem barna- og unglingastarfið er.
Við lýsum því hér með eftir áhugasömum auglýsingsendum!
Áhugasamir hafi samband við Katrínu Árnadóttur á netfanginu karnadottir@gmail.com , á facebook eða í síma 8664964.
Með von um góð viðbrögð og með skíðakveðju!

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur