Ullungar í Strandagöngu

Strandagangan fór fram laugardaginn 17. mars eins og áætlað hafði verið. Á myndum frá Munda Páls og Jóni Halldórssyni má sjá að þetta var hið glæsilegasta mót eins við mátti búast þegar Strandamenn eiga í hlut. Á klæðnaði göngumanna má sjá að kuldaboli hefur verið nokkuð nærgöngull en þrátt fyrir það luku 79 keppni. Ullungar áttu þarna nokkra fulltrúa. Í 10 km göngu kepptu Björk Sigurðardóttir, Sigurbjörg Gísladóttir og Hreinn Hjartarson en í 20 km göngu þau Gerður Steinþórsdóttir, Málfríður Guðmundsdóttir og Snorri Ingvarsson. Heildarúrslit má sjá hér.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur