Í dag fór fram 24. Strandagangan í Selárdal á vegum Skíðafélags Strandamanna. Ullur átti fjölda þátttakenda að þessu sinni, stóran hóp á öllum aldri. Okkar yngstu keppendur stóðu sig með sóma og gengu 1 og 5 km við fínar aðstæður, þó lítilsháttar vindur og kuldi hafi bitið í kinnar. Eldri Ullungar gengu 10 og 20 km og voru félaginu til sóma enda margir hverjir á verðlaunapalli. Þar með talið átti Ullur fyrsta karl og konu í 20 km göngu. Úrslit má nálgast hér.
Mótið var frábært í alla staði og óskum við Strandamönnum til hamingju með flotta aðstöðu í Selárdal. Að hætti Strandamanna var boðið til kökuhlaðborðs og verðlaunaafhendingar í félagsheimilinu að göngu lokinni.