Ullungar eru stoltir af Gunnari Birgissyni!

Í frétt á aðalsíðu Skíðasambands Íslands kemur fram að Gunnar Birgisson, félagsmaður í Ulli, stóð sig mjög vel á mótum í Idrefjäll í Svíþjóð um helgina.  Á sunnudag varð hann í 24 sæti í flokki 17-18 ára en Gunnar er 16 ára.  Fyrir þessa göngu fékk hann 222 FIS stig sem er góður árangur og var ekki nema 5 sek á eftir Brynjari Leó Kristinssyni og 1,5 mín á eftir Andra Steindórssyni. Við óskum Gunnari til hamingju með árangurinn og munum fylgjast spennt með honum í framtíðinni.

Hér kemur texti fréttarinnar en krækju í aðalsíðu SKÍ má einnig finna í dálkinum hér til hægri:

Landliðsmennirnir Andri Steindórsson og Brynjar Leó Kristinsson ásamt unglingaliðsmanninum Gunnari Birgissyni kepptu á FIS-mótum í skíðagöngu í Idre og Särna í Svíþjóð um helgina. Á laugardeginum var keppt í 10 km með frjálsri aðferð og varð Brynjar Leó nr. 63 og fékk fyrir það 156 FIS-stig. Andri varð nr. 70 með 173 FIS-stig. Gunnar varð svo nr 96 með 272 FIS-stig.
Á sunnudag var keppt í 10 km með hefðbundinni aðferð. Andri átti mjög góða göngu, varð nr 29 með 129 FIS-stig, Brynjar Leó varð nr.37 með 182 FIS-stig og Gunnar nr. 24 í sínum flokki (17-18 ára) með 222 FIS-stig.
Óhætt er að segja að strákarnir byrji veturinn vel. Bæði Brynjar og Andri eru að fá sína klárt bestu FIS-stig og Gunnar að fá sína fyrstu FIS-stig og með flottan árangur!
Öll úrslit er að finna á http://www.idresk.w.se/Res_men_20101204.pdf,http://www.idresk.w.se/Res_men_sen_20101205.pdf og flokkaskipt á www.idresk.w.se (undir längd)

 

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur