Ullingar voru fáir en fræknir norðan heiða á laugardaginn. Komust báðir á pall með silfur og brons.
Frábært skipulag, veður og færi, þó virðast norðanmenn hafa tekið upp kvarða sunnanmanna þar sem 20 km er jafnt og tæpir 17 og bætt um betur því 60 er jafnt og 35.
Verðlaunagripir eru sérhannaðir af Húsvískum listamönnum, Arnhildi Pálmadóttur og Jónu Birnu Óskarsdóttur, mjög eigulegir og til fyrirmyndar.
Tertur og kruðerí með besta móti. Þökkum kærlega fyrir okkur,
Þórhallur og Gísli
Þórhallur og Gísli