Troðin keppnisbraut

Það verður búið að troða 5 km keppnisbraut um eða uppúr tvö í dag. Farið VARLEGA í brekkunum niður á þremur stöðum, niður úr Strompunum, eftir sneiðinginn og niður úr síðustu brekkunni í átt að markinu. Það er fantafæri og mikið rennsli. Það verða tvö spor en sumstaðar bara eitt spor í brekkum/beygjum. Hægt að skauta á milli spora.

Hlekkur á mynd af brautinni er hér.

Keppnissvæðið verður lokað almenningi á eftirfarandi dögum og tímum:
Föstudag frá kl. 16:00 – 20:00 (bara í kringum 1 km hringinn)
Laugardag frá kl. 07:00 – 13:00 (Allt keppnissvæðið)
Sunnudag frá kl. 07:00 – 13:00 (Allt keppnissvæðið)

Bláfjallamenn munu reyna að troða spor fyrir almenning á gamla svæðinu fyrir neðan Bláfjallaskálann. Eftir keppnirnar á laugardag og sunnudag er almenningi heimilt að nota keppnisbrautirnar.

Fyrir hönd mótanefndar Ullar, Einar Óla.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur