Tímamót í sögu Ullunga í dag!

Tímamót í sögu okkar Ullunga þar sem við settum upp snyrtihús/einmennings frá Gámaþjónustunni við skálann í Bláfjöllum og batnar öll aðstaða við það og veitir ekki af þar sem 100 einstaklingar hafa skráð sig á námskeið næstu tvær helgar. Nægur snjór í fjöllunum og snjóaði 10 sm í dag svo allt skíðafólk er hvatt til að notfæra sér það. Hópur verður á bikarmóti á Ísafirði um helgina og þar á meðal undirritaður. Munið að Íslandsgangan fer af stað eftir viku.
Þóroddur F.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur