Til hamingju Sævar Birgisson

A-landsliðsmennirnir okkar í skíðagöngu kepptu um helgina á FIS móti í Idre í Svíþjóð. Sævar Birgisson náði þar frábærum árangri þegar hann lækkaði sig niður í 86 FIS punkta í sprettgöngu með frjálsri aðferð á laugardag. Sævar átti best 145 punkta sem hann náði í Bruksvallarna fyrir hálfum mánuði. Með þessum árangri, alt sem skilaði honum í 13.sæti í keppninni, er hann langt undir Ólympíulágmarki sem er 120 punktar í sprettgöngu. Á sunnudag var svo keppt í 10 km göngu með hefðbundinni aðferð og þar náði Sævar einnig sínum besta árangri til þessa þegar hann hafnaði í 40.sæti sem gaf honum 123 punkta. Byrnjar Leó Kristinsson SKA keppti einnig um helgina en náði ekki að toppa sinn besta árangur en þeir félagar munu keppa næst í Noregi helgina 15-16.desember.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur