Þróunarþrepin í skíðagöngu

UtviklingstrappaNú hefur væntanlega allt skíðagöngufólk á landinu skráð sig í æfingabúðir um helgina og flestir því sjálfsagt með hugann við æfingar og þjálfun. Það er því liklega ekki úr vegi að benda á dálítið bókarkorn sem ber titilinn Utviklingstrappa i langrenn sem mætti þýða sem Þróunarþrepin í skíðagöngu. Eins og nafnið ber með sér er ritið upprunnið í Noregi og að því standa Skíðasamband Noregs (http://www.skiforbundet.no/langrenn/), Langrennsportens venner (fjáröflunarsamtök sem hafa sem meginmarkmið að styrkja efnilega unglinga til að komast í fremstu röð fullorðinna afreksmanna, http://www.skiforbundet.no/langrenn/langrennsportens-venner/) og Olympiatoppen (framkvæmdastjórn norska íþróttasambandsins um málefni toppíþróttafólks í öllum greinum, http://www.olympiatoppen.no/).

Á baksíðu bókarinnar er gerð grein fyrir tilgangi hennar: „I Norge har vi mange unge langrennsløpere som drømmer om en gang å stå på toppen av pallen. Utviklingstrappa er en guide til unge, lovende skiløpere som ønsker å ta ut sitt idrettslige potensial. Den beskriver hvordan utviklingen av de ferdighetene som vi finner blant verdens beste skiløpere bør foregå: Ved å følge utviklingstrappa vil utøverne få utfordringer og kunnskap som trinn for trinn fører til utvikling mot toppidrettslig prestasjonsnivå!

Bókin er 110 síður og skiptist í sjö kafla. Þar er fjallað um þjálfun frá flestum hugsanlegum hliðum. Bókin er skrifuð af átta manna vinnuhópi reyndra þjálfara sem studdust ekki aðeins við eigin reynslu heldur leituðu eftir sjónarmiðum flestra helstu þjálfara og afreksmanna Norðmanna síðastliðin 30 ár. Í umfjöllun um bókina í febrúarhefti norska íþróttablaðsins Kondis var fjallað um bókina og hún sögð mikilvægur fróðleiksbrunnur fyrir ungt skíðafólk, þjálfara, foreldra og annað áhugafólk um skíðagöngu. Þar var þó nefnt að bókin væri e.t.v. fulleinstrengingsleg á köflum og í því sambandi vitnað í þekkta kappa eins og Ivar Formo, Oddvar Brå og Björn Dæhlie en eftir þeim síðastnefnda er haft að hann notaði aldrei púlsklukku því slíkur gripur gæti átt það til að binda ótímabæran endi á skemmtilegar æfingar!

Prentuð bók er seld á 150 norskar krónur en á vef norska skíðasambandsins má sækja pdf-útgáfu af bókinni ókeypis. Hún er þar í átta hlutum og er hver hluti á bilinu 11 til 20 MB. Hér eru krækjur sem nota má til að sækja bókina:

1. hluti   2. hluti   3. hluti   4. hluti   5. hluti   6. hluti   7. hluti   8. hluti

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur