Þjálfaranámskeið SKÍ og opin landsliðsæfing fyrir 13 ára og eldri

Dagana 7.-9. október halda fræðslunefnd SKÍ og Skíðagöngunefnd SKÍ þjálfaranámskeið og opna landsliðsæfingu í Reykjavík. Opna landsliðsæfingin er fyrir 13 ára og eldri. Samhliða æfingunni verður haldið þjálfaranámskeið (2. hluti Þjálfari 2). Fyrirkomulagið verður með svipuðu sniði og æfingin/námskeiðið í fyrrahaust.

Meðfylgjandi er dagskrá æfingarinnar með tímasetningum. Athygli skal þó vakin á því að tímasetningar laugardag og sunnudag gætu breyst þar sem við þurfum að samræma námskeið og æfingu. Tímasetningar föstudag ættu að standast.

Námskeiðið verður haldið á ÎSÍ í laugardalnum og æfingarnar dreifast sennilega eitthvað um svæðið. Nánar um staðsetningu á ÍSÍ og við æfingar síðar.

Eins og í fyrra mun Linus Davidsson landsliðsþjálfari vera með bæði æfingu og námskeið. Hann mun að einhverju leiti taka upp þráðinn frá námskeiðinu í fyrra. Við viljum einnig hvetja félögin/þátttakendur að koma með óskir um innihald á námskeiði og við sjáum hvort ekki verður hægt að bregðast við því og svo að Linus geti verið undirbúinn.

Skránig á námskeið og æfingu er á olafur@vma.is og þar er einnig hægt að fá nánari upplýsingar um námskeið/æfingu. Þátttökugjald á námskeið er kr. 15.000 fyrir þátttakendur af stór-Reykjavíkursvæðinu og kr. 10.000 fyrir þá sem koma langt að. Þetta til að jafna aðeins ferðakostnað. Ekkert þátttökugjald er á æfinguna.

Fjölmennum á námskeiðið/æfinguna og gerum það eins skemmtilegt og í fyrra!

Þið getið svo sent þetta áfram á þá sem ekki eru á póstlistanum (eða bent öðrum á að skoða þetta hér á vefnum!).

SKÍÐAGÖNGUNEFND SKÍ
FRÆÐSLUNEFND SKÍ

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur