Fyrir þá sem vilja fylgjast með stórum skíðagöngum í útlöndum hlýtur að vera gleðiefni að nú er hægt að fá app í snjallsíma og spjaldtölvur (bæði iOS og Android) þar sem má sjá og heyra allar helstu upplýsingar um þær níu göngur sem falla undir Swix Ski Classics. Þar á meðal eru t.d. Vasagangan, Birkibeinagangan og Marcialonga. Þarna má sjá t.d. nýjustu upplýsingar, kort og hæðarsnið af brautum, áburðarleiðbeiningar, keppendalista og lýsingu (á ensku) meðan á keppni stendur. Þá er þarna eins konar „landafræði“, þ.e.a.s. upplýsingar um þau fjölmörgu og fjölþjóðlegu atvinnumannalið sem nú orðið setja svip sinn á þessar göngur. Fyrsta gangan fer fram nú á laugardaginn (13/12 ’14), eins konar forspil aðeins fyrir atvinnumenn, í Livigno á Ítalíu en daginn eftir er „La Sgambeda“ á sama stað.
Android-útgáfan er alveg ný og ekki gallalaus en það stendur vonandi til bóta. iPhone-útgáfan er eldri og þar hafa helstu gallar væntanlega verið sniðnir af.
Android-appið má nálgast hér og iPhone-appið hér.
/gh.
Swix Ski Classics í símann
- Ýmislegt
Deila
Facebook
Twitter