Sunnudagur 4. desember

Nú eru ágætar aðstæður til skíðagöngu í Bláfjöllum. Nýlögð göngubraut á Neðri-Sléttu og hafa göngumenn mælt hringinn 2,8 km. Veðrið er gott, þó svolítil gola, og skáli Ullar verður opinn eitthvað fram eftir degi.

Allnokkrir nýttu sér sporið á golfvellinum í Garðabæ, þar á meðal þessar Ullarstúlkur hér til hliðar (smellið á myndina til að sjá hana stærri). Sporið er orðið nokkuð slitið og hefði gott af annarri umferð með sporann en það var ekki að sjá á glæsilegum stíl þeirra systra að þær ættu erfitt með að halda skíðunum í sporinu!

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur