Sumarið nálgast

Skisport_0313Nú eru flestir skíðagöngumenn sjálfsagt farnir að huga að sínum sumaríþróttum en þó er ekki óhugsandi að einhverjir nenni enn að líta í skíðablöð. Kannski til að rifja upp afrek liðins vetrar en hugsanlega eru einhverjir líka farnir að búa sig undir enn meiri afrek næsta vetur. En hvað um það, hér býðst ykkur að lesa eitt eintak af norska skíðablaðinu SKIsport á rafrænu formi, alveg ókeypis! Og það vill svo vel til að þema þessa heftis er „Frá vetri til vors“. Hér er heftið:

http://www.e-pages.dk/sportmgratis/10/

Þetta er auðvitað auglýsing eins og einhverja er sjálfsagt farið að gruna og tilgangurinn með því að gefa aðgang að þessu hefti er að veiða nýja áskrifendur. Það er því rétt að halda því til haga að blaðið kemur út átta sinnum á ári og auk hefðbundins prentaðs tímarits er stefnt að því að fylgja eftir þessari tilraun með rafræna útgáfu þannig að hægt verði að kaupa blaðið á því formi.  En um það allt má lesa vefsíðu blaðsins, http://www.skisport.no. Það er reyndar mjög fróðlegur vefur sem er vel þess virði að líta á. Og hann er og verður ókeypis!

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur