Sumarblíða í Bláfjöllum

Gleðilegt sumar!
En þó að sumarið sé komið er engin ástæða til að hætta að fara á skíði. Það hafa nú verið troðnar göngubrautir í Bláfjöllum, a.m.k. 5 km hringurinn, upp á Heiði og inn í Kerlingardal. Færið hefur sjálfsagt verið dálítið hart í morgun eftir næturfrostið en nú er að verða frostlaust og sumarsólin fer að mýkja snjóinn. Góða skemmtun!

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur