Stuðningur við ungt keppnisfólk

Rætt hefur verið um það í stjórn félagsins að stofna ferðasjóð sem verði notaður til þess að styðja unga keppendur félagsins til þátttöku í mótum innan lands og utan. Gunnar Birgisson fer þar fremstur í flokki og tók m.a. þátt í Ólympíuleikum Evrópuæskunnar og þarf fjölskylda hans að bera talsverðan kostnað af því. Ullur hefur fengið styrki m.a. frá ÍBR til að styðja fjölsk. Gunnars af þessu tilefni og viljum við beina því til félagsmanna að frjáls framlög í ferðasjóð, sem nánari tillaga mun verða gerð um á næsta aðalfundi, eru vel þegin og má geta þess að einstaklingar hafa lagt fram allt að 5000 kr, en allt er vel þegið.
Þóroddur F.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur