Strandagangan

strandagangan_2015Nú styttist í Strandagönguna 2015 en hún fer fram í Selárdal við Hólmavík laugardaginn 28. febrúar. Um þessar mundir eru 20 ár síðan Strandagangan var fyrst gengin og í tilefni af því eru þátttökuverðlaun óvenjuvegleg. Strandagangan er hluti af Íslandsgöngunni og eru Ullungar hvattir til að fjölmenna og krækja í Íslandsgöngustig. Byrjendum í skíðagöngu, sem langar að taka þátt í sinni fyrstu almenningsgöngu, má benda á að Strandagangan hentar mjög vel til þess. Og ekki spillir að Strandamenn eru höfðingjar heim að sækja og kökuhlaðborðið í lok göngunnar er landsfrægt.

Smellið á myndina, þá birtist stærri mynd með öllum upplýsingum um vegalengdir, skráningu o.fl.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur