Strandagangan / Íslandsgangan á laugardag 12. mars

Póstur barst frá Strandamönnum þar sem minnt er á að Strandagangan fer fram í Selárdal, rétt hjá Hólmavík, nú á laugardaginn. Aðstæður munu vera fínar á keppnisstað og Strandamenn jafnan höfðingjar heim að sækja, þannig að það verður enginn svikinn af því að mæta í þessa skemmtilegu göngu. Nánari upplýsingar má finna á http://strandagangan.blogcentral.is en skráningar á að senda á netfangið sigrak@simnet.is . Þar á að koma fram nafn, fæðingarár, félag/hérað, vegalengd og netfang/sími.

Hvernig væri nú að Ullungar fjölmennin norður á Hólmavík? Sameinumst í bíla annað hvort á laugardagsmorgun eða föstudagskvöld og njóta gistiheimilisins á Hólmavík eins og svo oft áður.
Þóroddur F.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur