Strandagangan fer fram í Selárdal við Hólmavík laugardaginn 12. mars kl 13. Boðið er upp á fjórar vegalengdir, 1km, 5km, 10km og 20km svo það er sannarlega eitthvað fyrir alla. Strandagangan er hluti á Íslandsgöngunni sem er skíðagöngumótaröð fyrir almenning haldin á sex stöðum víðs vegar um landið. Strandamenn eru höfðingjar heim að sækja og kökuhlaðborðið í lok göngunnar er landsfrægt. Smellið á myndina, þá birtist stærri mynd með öllum upplýsingum um vegalengdir, skráningu o.fl.
Strandagangan
- Óflokkað
Deila
Facebook
Twitter