Strandagangan 16. mars 2013

Smellið á myndina til að stækka hana!
Smellið á myndina til að stækka hana!

Næsta ganga Íslandsgöngunnar er Strandagangan sem fer fram í Selárdal við Steingrímsfjörð laugardaginn 16. mars. Gengnir verða 20 km sem gefa Íslandsgöngustig en einnig verða í boði 5 km og 10 km brautir auk 1 km fyrir 12 ára og yngri. Í fyrra var Strandagangan sú Íslandsganga þar sem flestir fengu stig og trúlega verður það einnig þannig í ár enda er Strandagangan síðasta tækifæri vetrarins til að fá Íslandsgöngustig án þess að þurfa að ganga 50 eða 60 km. Þá má benda Ullungum á að Strandamenn hafa sótt Bláfjallagönguna allra manna best og það er því full ástæða til að gjalda líku líkt. Og ekki ætti hið landsfræga kökuhlaðborð þeirra Strandamanna að draga úr áhuganum!

Allar nánari upplýsingar má sjá á myndinni hér til hliðar en einnig má benda á nýja vefsíðu Strandagöngunnar. Krækja í hana er í dálkinum hér til hægri undir Skíðaganga á Íslandi.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur

Gróðursetning í Bláfjöllum