Staðan í Bláfjöllum

Skrapp í fjöllin e. vinnu í dag. Svarta þoka og rigningarsuddi, einni gráðu of hlýtt annars hefði snjóað. Ekki fer mikið fyrir sporum og mikil krapablá á sléttunni en ekkert mál að fara framhjá henni. Gekk að gilinu og suður að horni á ljósalínunni í fínasta færi. Nægur snjór til æfinga og fínt færi fyrir þá sem eru á ferðaskíðum.
Þóroddur F.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur