Ræddi við Ómar S. í Bláfjöllum e.h. í dag og hann sagði að það hefði snjóað mikið í fjöllin áður en það fór að rigna en það væri allt á kafi í krapaelg á bílastæðum og í öllum lægðum. Farið er að frjósa en það tæki tíma fyrir vatnið að síga niður, eða frjósa, en þegar því væri náð yrðu aðstæður betri en þær voru fyrir áhlaupið um helgina. Nú er bara að vona að þetta frjósi vel saman áður en næsta hláka kemur og svo kemur snjór ofan á smátt og smátt og svo meiri og meiri og verður orðið mikill snjór í lok janúar.
Þóroddur F.
e.s. væri vís með að skreppa uppeftri e. vinnu á morgun og líta á aðstæður og upplýsi um þær hér.
ÞF
Staðan í Bláfjöllum 27.12.
- Skíðafæri
Deila
Facebook
Twitter