Í gær var í fyrsta skipti troðið spor í Heiðmörk. Snjóalög og veður hafa einfaldlega verið með þeim hætti að ekki hefur verið hægt að vinna í þessu fyrr. Í haust var talsverð vinna sett í að grjóthreinsa sporið, stækka bílastæði og eins að útbúa þverun á brautina sem gerir þá styttri 4km hring. Þá ættu að vera til staðar hæfilegar vegalengdir fyrir alla og óþarfi að fólk gangi fram og til baka í sporinu. Við viljum hafa eina göngustefnu til að minnka slysahættu í brautinni, þá sérstaklega í brekkum. Verið er að vinna í betri merkingum á brautinni sem vonandi koma fljótlega.
Sem fyrr er þetta samvinnuverkefni Skógræktarfélags Reykjavíkur og Ullar . Gott er fyrir skíðafólk að hafa í huga að utan vinnutíma Skógræktarinnar er þessi sporlagning unnin í sjálfboðavinnu og þrátt fyrir góðan vilja er ekki hægt að alltaf til staðar nýtt spor. Sem fyrr munum við setja tilkynningar á Facebook um sporlagningu.
Nefndin