Snorri keppir í 15 km F

Snorri EinarssonSnemma í fyrramálið byrjar ballið hjá Ullungnum Snorra Einarssyni þegar hann hefur keppni í 15 km göngu með frjálsi aðferð. Það er önnur keppnisgrein hans á Ólympíuleikunum í Pyeongchang í Suður Kóreu. Ræst er með interval starti, þá eru keppendur ræstir með 30 sekúndna millibili og er Snorri 12. af stað út í braut.

Eftir brösótt gengi í 30 km skiptigöngunni, þar sem ól á skíðastafnum slitnaði og skíðastafur brotnaði í upphafi göngu, má gera rá fyrir einbeittum Snorra til leiks. Áður hefur Snorri náð ágætum úrslitum í sömu grein, meðal annars í Heimsbikarkeppni í Davos fyrir jól þegar hann náði 29. sæti og skoraði 38 fis-stig.

Útsending frá keppninni hefst kl. 5:50 á RÚV. Áhugasömum er einnig bent á úrslitaþjónustu Alþjóðaskíðasambandsins, þar sem fylgjast má með millitímum allra keppenda úti í braut jafn óðum og þeir berast. Hér má nálgast úrslitaþjónustuna.

Við í Ulli sendum honum baráttukveðjur, alla leið í mark!

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur