Snorri Einarsson á Ólympíuleikunum

img_1987.jpg
Snorri Einarsson, Ulli. Mynd SKÍ

Á morgun, sunnudag, mun Skíðagöngufélagið Ullur eiga þátttakanda á Ólympíuleikunum í PyeongChang í Suður Kóreu. Þá hefur Ullungurinn Snorri Einarsson keppni í 30 km skiptigöngu með hópstarti. Bein útsending hefst kl. 6:15 á RÚV 2.

Snorri hefur að undanförnu verið stöðugur meðal 30 bestu í heimsbikarkeppni alþjóða skíðasambandsins  (FIS). Með góðri göngu má því búast við að Snorri gangi meðal fremstu manna í göngunni og verði í hörku báráttu.

30 km skiptiganga fer þannig fram að fyrst eru gengnir 15 km með hefðbundinni aðferð og svo strax í kjölfarið gengnir 15 km með frjálsri aðferð. Það þarf því að skipta um skíði, stafi og aðferð í miðri göngu. Snorri keppti síðast í skiptigöngu í desember á heimsbikarmóti í Lillehammer í Noregi. Þar endaði hann í 33. sæti, rúmum 4 mínútum á eftir ungstirninu Johannes Høsloft Klæbo frá Noregi.

Í desember síðastliðnum birtist stutt viðtal við Snorra á heimasíðu FIS, áhugasamir geta lesið viðtalið við hann hér.

Snorri keppir einnig í 15 km göngu með frjálsri aðferð þann 16. febrúar og 50 km göngu með hefðbundinni aðferð laugardaginn 24. febrúar.

Skíðagöngufélagið Ullur óskar Snorra góðs gengis á morgun.

 

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur