Nú ætlum við að bjóða upp á annað langt skíðagöngunámskeið.
Við byrjum þann 14. febrúar kl. 18 í Bláfjöllum og þátttakendur munu mæta 6 sinnum til okkar og farið verður mun ítarlegar í kennsluna en á örnámskeiðunum okkar. Því er tilvalið fyrir þá sem hafa fundið neistann þar, að taka námskeið sem þetta og ná lengra. Nú á dögunum útskrifuðum við hóp af sams konar námskeiði og óhætt er að segja að allir þar hafi tekið stórtækum framförum í íþróttinni. Kennt verður á miðvikudögum kl. 18 og laugardögum kl. 11. Ef veður truflar, þá munum við flytja einstaka námskeiðsdaga eh. til.
Stefnt er að því að seinasti tíminn verði þann 3. mars.
Einn tími er innanhúss, en þá er farið í umhirðu skíða og búnað.
Verð er kr. 12.000 en skilyrði fyrir þátttöku er að vera skráður félagi í Ulli (hér er að skrá sig í félagið hér).
Hægt er að skrá sig á námskeiðið hér.