Skráið ykkur í Bláfjallagönguna!

Nú styttist í Bláfjallagönguna og veðurspáin fyrir laugardaginn er besta laugardagsspá sem sést hefur vikum saman. Það er því um að gera að grípa tækifærið til að taka þátt í skemmtilegri göngu, vegalengdir við allra hæfi eru í boði. Og fyrir alla muni skráið ykkur á vefnum sem fyrst, það flýtir mikið fyrir að þurfa ekki að skrá alla milli kl. 10 og 11 á laugardagsmorguninn. Og það er miklu skynsamlegra að nota tímann fyrir gönguna til að huga að skíðunum og hita upp heldur en að bíða eftir skráningu í þrengslunum í skálanum!

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur