Skíðin í geymsluna?

Á það hefur verið bent af fróðum mönnum að mikilvægt sé að fara vel með skíðin vetur sem sumar. Nú sé ástæða til að hreinsa áburðinn af festufletinum, t.d. hita með hárþurrku og þurrka hann svo burt með klósettpappír sem er þrifalegra en með vökva. Bræða svo mjúkan rennslisáburð á rennslisfletina og skafa ekki af, en með því móti komum við í veg fyrir að sólinn þorni og skíðin endast betur. Svo er sjálfsagt ekki verra að huga að því að skíðin hangi eða liggi þannig að vel fari um þau, það liggja jú miklir peningar í skíðunum og ánægja af að nota góð skíði. Þeir sem vilja bæta einhverju við þetta geri það endilega t.d. í gegnum umræðumöguleikann.
Þóroddur F.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur