Skíðarathlaup í Laugardal

Rathlaupsfélagið Hekla hefur starfað af miklum krafti á höfuðborgarsvæðinu undanfarin ár og eðli málsins samkvæmt er starfsemin mest á sumrin. Hún liggur þó alls ekki niðri á veturna og fimmtudagskvöldið 26. janúar 2012 er efnt til næturrathlaups í Laugardalnum. Vegna þess hve mikið hefur snjóað að undanförnu verður gert ráð fyrir að komast megi leiðar sinnar og að póstunum á skíðum en skíðarathlaup eru vel þekkt í snjóþungum löndum. Þarna er því tilvalið tækifæri til að slá saman tveimur afbragðs skemmtilegum íþróttagreinum, skíðagöngu og rathlaupi. Líklega hentar þó betur að velja aðeins breiðari skíði en mjóstu brautarskíði og í myrkrinu er nauðsynlegt að hafa höfuðljós til að lesa kortið en leikurinn felst í því að finna flögg á stöðum sem merktir eru inn á kort.

Hægt verður að hefja hlaupið hvenær sem er milli kl. 19 og 20 framan við innganginn í sundlaugina í Laugardal og það kostar ekkert að taka þátt í hlaupinu. Meiri upplýsingar má sjá á http://rathlaup.is.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur