Á morgun hefst Skíðamót Íslands en í ár eru það Skíðagöngufélagið Ullur og Breiðablik sem halda mótið saman. Mótið fer fram í Bláfjöllum og Skálafelli, en gönguhlutinn fer eingöngu fram í Bláfjöllum.
Dagskrá gönguhlutans er þessi:
Fimmtudagur 5. apríl kl 14:00: Sprettganga
Föstudagur 6. apríl kl 11:00: Hefðbundið, einstaklingsstart
Laugardagur 7. apríl kl 11:00: Frjáls aðferð, hópstart
Sunnudagur 8. apríl kl 11:00: Liðasprettur
Fyrir þá sem eru áhugasamir um framgang mála á mótinu bendum við á facebook hópinn, SMI 2018 Bláfjöllum og Skálafelli, en þeim hópi er ætlað að vera vettvangur fyrir þátttakendur, skipulagshaldara og aðra velunnara skíðaíþróttarinnar vegna Skíðamóts Íslands dagana 5. til 8. apríl 2018 í Bláfjöllum og Skálafelli.
Athugið að á meðan á móti stendur er skálinn okkar lokaður. Við biðjum fólk einnig að sýna tillitssemi við brautir á þessum tíma.