Skíðagöngunámskeið fyrir byrjendur

Stefnt er að námskeiði fyrir byrjendur á laugardaginn kemur, 1. mars, og að það hefjist kl 12:30. Þeir sem þurfa að fá leigðan skíðabúnað þurfa þó að koma hálftíma fyrr. Talsverð eftirspurn hefur verið eftir svona námskeiði og er nauðsynlegt að skrá sig á það því ekki er hægt að taka á móti ótakmörkuðum fjölda. Gera má ráð fyrir að 35-40 geti komist að á námskeiðinu en það fer þó reyndar eftir því hve margir leiðbeinendur eru tiltækir. Þá eru birgðir félagsins af skíðum og skíðaskóm eru ekki meiri en svo að varla geta fleiri en 15 til 18 fengið lánaðan búnað í einu. Það fer þó nokkuð eftir því hvernig fæturnir dreifast á skónúmerin.
Skráið ykkur á námskeiðið með því að smella hér og fylla út formið sem birtist:  Skráning á námskeið

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur