Nokkuð hefur verið spurt að undanförnu um námskeið í skíðagöngu fyrir almenning. Félagið hyggst sinna slíku vel í vetur og vonandi verða aðstæður góðar. Almennar upplýsingar um slík námskeið eru komin á vefinn og þær má finna með því að smella á „Námskeið“ undir „Um félagið“ í svörtu línunni efst hér á síðunni (hér er bein krækja). Þeir sem vilja alls ekki missa af næsta námskeiði geta svo skráð sig á póstlista þannig að þeir fái tölvupóst um leið og meira er að frétta af námskeiðum, krækja til þess er neðst á námskeiðssíðunni.
Skíðagöngunámskeið fyrir almenning
- Félagsstarf, Fréttir, Námskeið, Um vefinn
Deila
Facebook
Twitter