Skíðagöngunámskeið fyrir almenning

Nú er komið að námskeiðum í skíðagöngu fyrir almenning sem mikið hefur verið spurt um að undanförnu, 79 nöfn eru komin á póstlista til að fá fréttir af væntanlegum námskeiðum um leið og þau hafa verið tímasett. Og nú er búið að tímasetja átta námskeið, helgarnar 12.-13. janúar og 19.-20. janúar, tvö námskeið hvern dag, kl. 11 og 14. Námskeiðin verða haldin við skála Ullar í Bláfjöllum, leiðarlýsingu má finna hér.

Það getur reynst nauðsynlegt að takmarka fjölda þátttakenda á einstökum námskeiðum, t.d. eftir því hve margir leiðbeinendur eru tiltækir hverju sinni eða eftir því hve margir þurfa að fá leigðan skíðabúnað (eða jafnvel eftir því hve margir þurfa skó í sama númeri!). Það er því ráðlegt að skrá sig sem fyrst, fyrstir koma – fyrstir fá! Skráningin fer fram hér á vefnum, smellt er á mynd efst í dálkinum hér til hægri og fyllt í formið sem þá birtist.

Og svo er það blessað veðrið. Það er því miður ekki alltaf hægt að treysta veðrinu í Bláfjöllum. Þess vegna förum við fram á að þeir, sem skrá sig, segi okkur tölvupóstfang og símanúmer svo við getum komið skilaboðum til þeirra ef einhverju þarf að breyta á síðustu stundu.

Verðið á námskeiðunum er ekki endanlega ákveðið. „Fullt verð“ á námskeiði er 1.500 kr. fyrir þá sem koma með sín eigin skíði en 2.500 kr. fyrir þá sem þurfa að leigja skíði. Verið er að leita að styrktaraðilum til að lækka verðið á þessum námskeiðum, árangur þeirrar leitar skýrist í vikunni.

Ef einhver þarf að breyta skráningu (eða hætta við) er best að gera það með tölvupósti til ullarpostur@gmail.com eða með því að skrá sig aftur og taka þá skýrt fram í athugasemd í lokin í hverju breytingin er fólgin.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur